Um mig
Íris Tosti heiti ég og er tveggja barna móðir og hundaeigandi. Ég hef alltaf haft þörfina fyrir það að skapa hvort sem það er að teikna, taka ljósmyndir eða einfaldlega að breyta til heima hjá mér.
Minn helsti styrkleiki er að sjá fegurð í öllu sem er í kringum mig og það nota ég svo sannarlega þegar ég teikna. Fegurðin og orkan í náttúrunni veita mér innblástur og þegar ég sinni þessari þörf kitla ég sköpunargáfuna. Ég ákvað loksins að láta verða af því að selja myndirnar mínar (mögulega eitthvað meira í náinni framtíð) og vonast ég til þess að þið getið notið þeirra eins mikið og ég nýt þess að skapa þær.
Myndirnar eru allar handteiknaðar og læt ég svo prenta þær á 300gr gæðapappír.
Stokkarnir Heilræði öflugra kvenna og Minn styrkur eru hannaðir í samvinnu með systir minni Söru Tosti ásamt veggspjöldum.